NBD Á ÍSLANDI

Information

This article was written on 25 Nov 2015, and is filled under Uncategorized.

Frá NBD ráðsfundi 2015 í Reykjavík

Eins og áður var skýrt frá var ráðsfundur NBD haldinn í Reykjavík dagana 3. – 4. september 2015 og hér eru viðbætur við þær upplýsingar að afstöðnum ráðsfundinum. Að okkar mati var ráðsfundurinn vel heppnaður og enn betur en við áttum von á. Sjálfur ráðfundurinn var haldinn finmmtudaginn 3. september á Hótel Sögu þar sem fulltrúar einstakrar landa skýrðu frá stöðunni í sínu landi eða borg með áhugaverðum erindum. Að loknum fundi var farið niður á höfn þar sem við hittumst á Slippbarnum, Mýrargötu 2, þar sem var kvöldverður og rætt saman á léttum nótum.

Á föstudagsmorgni var skoðuð Harpa baksviðs með leiðsögn og þótti það áhugavert enda byggingin frábær arkitektúr aðstaða þar öll góð. Svo var kynningarfundur í Hörpu í salnum Háalofti á 8. hæð þar sem við nutum útsýnis vestur og norður yfir höfnina. Á kynningarfundinum er gestgjafalandið kynnt og þar stóðu sig með prýði okkar fyrirlesarar sem voru annars vegar Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI sem lagði til hugleiðingar um hagtölur byggingariðnaðarins og hins vegar arkitektar Skipulags- og umhverfssviðs Reykjavíkurborgar, Valný Aðalsteinsdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir, sem fjölluðu um skipulags- og byggingarmál í Reykjavík. Snarl var í boði og að loknum fyrirlestrunum var haldið í rútuferð, litast um á leiðinni úr borginni og sérstaklega skoðuð Hellisheiðarvirkjun í leiðsögn Orkusýnar.

Fundargerð ráðsfundar NBD 3. september 2015

 

 Fyrirlestrar og kynningar

Stefan Horn. Economic outlook. Confederation of Finnish Construction Industries RT

Juha Pulkkinen. City of Helsinki. Introducing Major Urban Development Project

Jørn Vibe Andreasen: Rapport Danmark

Anette Scheibe Lorentzi: Rapport NBD Stockholm

Katarina Wallin: Fastighetsmarknaden i Sverige

Smári Þorvaldsson: NBD Rådsmöte 2015. Rapport Island

4. september 2015 i Harpa. Bjarni Már Gylfason, Federation of Icelandic Industries: Introduction and economic overview. August 2015

Comments are closed.