NBD Á ÍSLANDI

Information

This article was written on 07 Oct 2012, and is filled under Uncategorized.

Nýr vefur NBD á Íslandi

Nýr vefur NBD á Íslandi var opnaður nýlega. Er hann nútímalegur og þar er talsvert meira efni en áður. Í grunninn er vefurinn með vefumsjónarkerfi WordPress og með vefsniðið Suburbia frá WordPress sem hentar þar sem þörf er á myndskreyttum fréttum. Má því nota vefinn sem fréttavef og verða eftir atvikum settar á vefinn fréttir fram yfir NBD atburði, svo sem af öðrum atbuðum í samnorrænum skipulags- og byggingarmálum. Góðir eiginleikar vefsins til myndskreytinga mun nýtast vel til að sýna hið myndvæna norræna efni skipulags- og byggingarmála sem lífgar síðuna.

Vefurinn var fyrst með lén á WordPress.com en var nýlega fluttur á www.nbd.is og tók þá við gamla vefnum sem var á því léni. Var hýsing vefsins einnig færð og hann hýstur hjá Netsamskiptum ehf., Reykjanesbæ.
 
Meðal efnis sem nú var sett á síðuna er ritið
Norrænn byggingardagur / Nordisk byggdag 1927 – 2007 (PDF skjal)

Comments are closed.