NBD Á ÍSLANDI

Information

This article was written on 07 Oct 2012, and is filled under Uncategorized.

Nordic Built sáttmálinn

Nordic Built er verkefni sem Norræna ráðherraráðið fjármagnar ásamt Nordic Innovation, sem einnig er í forsvari fyrir framkvæmd þess í samvinnu við Norðurlöndin. Markmið Nordic Built er fá leiðandi aðila í byggingariðnaðinum til að sameinast um að nýta sérþekkingu sína til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir vistvænni mannvirkjagerð í heiminum. Fer verkefnið fram í þremur áföngum á tímabilinu 2012-2014. Í fyrsta áfanganum var verkefnið skilgreint, það er þær sameiginlegu áskoranir og tækifæri sem norræni byggingaiðnaðurinn stendur frammi fyrir, og leiddi sú vinna til sáttmálans Nordic Built Charter. Annar áfanginn hefst haustið 2012 og þar býðst aðilum sem sinna nýsköpun í byggingaiðnaði og á öðrum sviðum býðst að taka þátt í viðamikilli samkeppni um endurbætur í einni byggingu í hverju Norðurlandanna þar sem áherslan er á sjálfbærni.

Á Íslandi hafa nokkrir meginaðilar boðið þátttöku sína í Nordic Built og á fundi Nordic Built 13. september 2012 var Nordic Built verkefnið kynnt.

Comments are closed.