NBD Á ÍSLANDI

Information

This article was written on 04 Mar 2012, and is filled under Uncategorized.

Frá NBD ráðstefnu 2011 í Helsinki

 

 

Skýrt var áður frá þessari ráðstefnu og hér eru viðbætur við þær upplýsingar að afstaðinni ráðstefnu. Við þátttakendurnir vissum fyrir að finnskur arkitektúr og skipulag er á heimsmælikvarða og ráðstefnan var enn betur heppnuð en við áttum von á. Fyrirlestrarnir voru allir mjög áhugaverðir. Ráðstefnan var haldin í Tónlistarmiðstöð Helsinki, Helsinki Music Centre, nýbyggingu sem var vígð nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna. Byggingin er frábær arkitektúr og aðstaða fyrir ráðstefnuna var þar í Kammertónleikasalnum og í hádeginu var snætt í fallegum matsal. Eftir fyrirlestrana var skoðaður aðalsalur tónleikamiðstöðvarinnar í leiðsögn eins af arkitektum hússins og síðan var farið í rútuferð til að skoða íbúðarhverfi og hafnarhverfi í Vuosaari austur af Helsinki. Kvöldsamkvæmið var notalegt og morguninn eftir var farið í áhugaverða bátsferð þar sem við sáum nýja byggð við ströndina og fengum leiðsögn við fyrirhuguð byggingarsvæði, meðal annars bryggjuhverfið þar sem gamla höfnin var, framkvæmdir þar eru reyndar hafnar.

Comments are closed.